Músíktilraunir 2025 eru hafnar

Hljómsveitin Dóra og döðlurnar á undankvöldinu í gærkvöldi
Hljómsveitin Dóra og döðlurnar á undankvöldinu í gærkvöldi

Músíktilraunir hófust í gær. Metfjöldi umsókna barst í Músíktilraunir í ár sem sýnir að tónlistarflóran blómstrar í borginni.

Músíktilraunir eru tónlistarhátíð sem veitir stórgott tækifæri til þess að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi og hafa hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök, Mínus og KUSK borið sigur úr býtum.
Hljómsveitin Nógu gott sem tók þátt í fyrsta undankvöldi Músíktilrauna í gærkvöldi
Hljómsveitin Nógu gott sem tók þátt í fyrsta undankvöldi Músíktilrauna í gærkvöldi
10 hljómsveitir tóku þátt í fyrsta undankvöldinu í gærkvöldi. Alls spila 42 hljómsveitir á fjórum undankvöldum sem eru haldin 27.-30. mars kl. 19:30. 10-12 hljómsveitir komast svo áfram á úrslitakvöld Músíktilrauna sem er haldið 9. apríl kl.17:00. Öll kvöldin fara fram í Norðurljósasal Hörpu.
 
Nánari upplýsingar er að finna á: