Móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir lokað í Jafnaseli

Endurvinnslan og SORPA þakka viðskiptavinum sínum fyrir viðskiptin í Jafnaseli undanfarna áratugi. Mynd/Sorpa
flöskur og dósir í endurvinnsluvél

Endurvinnslan og SORPA hafa sammælst um að loka móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á endurvinnslustöð SORPU í Jafnaseli. Móttökunni hefur þegar verið lokað.

Ákvörðunin er meðal annars tekin vegna þeirrar stöðu sem uppi er um áframhaldandi reksturs endurvinnslustöðvar SORPU við Dalveg. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í sumar að fresta lokun stöðvarinnar við Dalveg til 1. febrúar 2026. Ekki er búið að finna staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð í stað stöðvarinnar við Dalveg, og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að auka getu annarra endurvinnslustöðva SORPU til að taka á móti íbúum og rekstraraðilum á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskiptavinum Jafnasels sem hingað til hafa nýtt sér móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir er bent á móttöku Endurvinnslunnar við Dalveg 28, Knarrarvog 4, og móttöku Grænna skáta við Hraunbæ 123. Auk þess opnar sumarið 2026 ný endurvinnslustöð SORPU við Lambhagaveg. Þar er stefnt að því að opna móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir.

Endurvinnslan og SORPA þakka viðskiptavinum sínum fyrir viðskiptin í Jafnaseli undanfarna áratugi.