Möguleg asahláka um helgina

Asahláka á göngustígum

Vakin er athygli á að spáð er hlýnandi veðri með mögulegri asahláku um helgina. Þetta þýðir að hætta getur skapast vegna hálku og leysinga á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þegar klaki og snjór bráðna hratt.

Hreinsun niðurfalla og varúð á gönguleiðum

Íbúa eru beðnir um að ganga úr skugga um að niðurföll við heimili sitt séu opin og laus við klaka og snjó, til að tryggja eðlilegt frárennsli og koma þannig í veg fyrir vatnstjón.

Þegar klaki bráðnar og vatn safnast saman getur orðið mjög hált. Íbúar eru hvattir til að nota viðeigandi hálkuvarnir á skófatnað og fara varlega í umferðinni, bæði þau sem eru fótgangandi og akandi.

Förum varlega um helgina!