Litli Jörfi opnaður

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Vessela Stoyanova Dukova leikskólastjóri Jörva.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Vessela Stoyanova Dukova leikskólastjóri Jörva.

Í gær var haldin opnunarhátíð í nýju húsnæði Litla Jörfa við Bústaðaveg 81, þar sem áður var leikskólinn Garðaborg. 

Húsið hefur gengist undir heildarendurnýjun og hlotið nýtt hlutverk sem ungbarnadeildir leikskólans Jörfa. Mikil gleði var á opnunarhátíðinni þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ræddi við starfsfólk og skoðaði endurgerð húsakynnin.

Endurbæturnar hafa staðið yfir frá vetrinum 2023 til vorsins 2025 og voru bæði ferðar innan- og utanhúss. Húsið var rifið upp að hluta og sett upp með nýjum innveggjum, innréttingum, loftræsingu og tæknikerfum. Utanhúss var einangrun, klæðning, gluggar og þak endurnýjað. Við vinnuna var fylgt kröfum um Svansvottun, sem tryggir sjálfbærar og umhverfisvænar lausnir.

Nýir möguleikar fyrir leikskólann Jörfa

Með nýju húsnæði bætast tvær ungbarnadeildir við starfsemi Jörfa og er leikskólinn nú orðinn sjö deilda með samtals 122 börn. Eldri deildir fyrir 3–5 ára börn eru áfram starfræktar við Hæðargarð 27a en Litli Jörfi hýsir ungbarnadeildirnar fyrir 1–3 ára börn.

Leikskólinn vinnur eftir nýrri skólastefnu í anda Reggio Emilia. Megináherslan er á að virða sjónarhorn barna, hvetja þau til sköpunar og efla rannsóknargleði í gegnum leik og samskipti.

Leikskólinn Jörfi tók fyrst til starfa árið 1997. Með opnun Litla Jörfa er stigið mikilvægt skref til að mæta auknum þörfum íbúa í hverfinu og tryggja yngstu börnum hverfisins góðan aðbúnað í öruggu og skapandi umhverfi.