Kynningarfundur um Samgöngusáttmálann

Kynningarfundur um Samgöngusáttmálann

Miðvikudaginn 21. maí kl. 17 verður haldinn opinn kynningarfundur um Samgöngusáttmálann í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Þar verður farið yfir stöðu og framgang helstu verkefna sem falla undir sáttmálann, sem hefur það að markmiði að bæta og efla samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Að fundinum standa Betri samgöngur ohf., Vegagerðin og Reykjavíkurborg. Íbúar í Reykjavík eru hvattir til að mæta og kynna sér framkvæmdir og undirbúning stofnvegaverkefna, Borgarlínuna, og hjóla- og göngustíga.

Sameiginleg framtíðarsýn

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Sáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda.