Innköllun á söxuðum döðlum
Nathan hf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Til hamingju Döðlur saxaðar.
Ástæða innköllunar
Gerjun vegna náttúrulegra eiginleika hráefnis og sykurinnihalds.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Til hamingju
Vöruheiti: Döðlur saxaðar
Strikamerki: 5690595095496
Nettómagn: 250 g
Best fyrir lok: 06.2026 og 07.2026
Framleiðandi: Nathan hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Nathan hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
Dreifing (verslanir)
Verslanir Haga (Hagkaup og Bónus), Verslunin Einar Ólafsson, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup, Hraðbúð Hellisandi, Smáalind, Melabúðin, Jónsabúð, Kaupfélag V. Húnvetninga, Kauptún, Verslanir Krónunnar, Hjá Jóhönnu, Verslunin Kassinn.
Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni hjá Nathan hf.