Innköllun á sósu
Dai Phat Trading, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vöruna All Purpose Sauce Regular frá Mang Tomas. Innköllun á við um allar framleiðslulotur af vörunni.
Ástæða innköllunar
Grunur er um að varan innihaldi ofnæmis- og óþolsvaldinn sojabaunir án þess að hann komi fram á umbúðum.
Hver er hættan?
Sojabaunir geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir þeim. Öðrum er óhætt að neyta vörunnar.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Mang Thomas
Vöruheiti: All Purpose Sauce Regular
Geymsluþol: Best fyrir dags. 30.11.2025, 01.12.2025 og 01.02.2026.
Nettómagn: 330 g
Framleiðandi: Mang Tomas
Framleiðsluland: Filippseyjar
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Dreifing
Eingöngu selt í verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14.
Leiðbeiningar til neytenda
Viðskiptavinum, sem hafa ofnæmi fyrir sojabaunum, er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga henni eða skila í verslun þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar um innköllun
Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skil henni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í númerið 765-2555.