Innköllun á snakki

Snakkpokar

Ölgerðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum nasl frá Lay‘s; Bugles Nacho Cheese og Bugles Original.

Ástæða innköllunar

Aðskotaefni (olíuefni) komust í framleiðsluferlið fyrir mistök.

Hver er hættan?

Eðlileg neysla varanna er fullkomlega örugg en ef þeirra er neytt í miklu magni um langan tíma getur hún mögulega verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Lay‘s                

Vöruheiti: Bugles Nacho Cheese og Bugles Original

Geymsluþol: Best fyrir 22.11.2025

Strikamerki: 8710398502308 (Nacho Cheese) 8710398502636 (Original)

Framleiðandi: PepsiCo NL BOL

Framleiðsluland: Holland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.

Dreifing

Verslanir um land allt.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendur sem keypt hafa umræddar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig geta þeir skilað þeim í versluninni þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík, olgerdin[hja]olgerdin.is, sími 412 8000.