Innköllun á skinkusalati

Salathúsið ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum skinkusalat.
Ástæða innköllunar
Rækja fannst í einu boxi og þar sem rækjur eru ofnæmis- og óþolsvaldur hefur Salathúsið ákveðið að innkalla vöruna til að tryggja öryggi neytenda.
Hver er hættan?
Rækjur geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir skelfiski. Öðrum er óhætt að neyta vörunnar.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Salathúsið
Vöruheiti: Skinkusalat
Geymsluþol: Síðasti notkunardagur 19.06.2025
Strikamerki: 5690969310071
Nettómagn: 190 g
Framleiðandi: Salathúsið ehf.
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
Dreifing
Krónan
Leiðbeiningar til neytenda
Viðskiptavinum, sem hafa ofnæmi fyrir rækjum, er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga henni eða skila í næstu verslun þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar um innköllun
Frekari upplýsingar fást hjá Salathúsinu í síma 412 1300 eða í tölvupósti salathusid@mata.is