Innköllun á ORA Aspas

ORA aspas

ÓJ&K-Ísam ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ORA Aspas í bitum (hálfdós). 

Ástæða innköllunar 

Aðskotahlutur fannst. 

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við 

Vörumerki:  ORA 

Vöruheiti:  Aspas, í bitum (1/2 dós) 

Strikamerki:  5690519017900 

Nettómagn: 411 g 

Best fyrir dagsetning: 05.07.2027 

Framleiðsluland:  Bandaríkin 

Framleiðandi: Honee Bear Canning 

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru 

ÓJ&K-Ísam, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík. 

Dreifing (verslanir) 

Verslanir Haga (Hagkaup, Bónus), Extra, Fjarðarkaup, Jónsabúð, Kaupfélag V-Húnvetninga, verslanir Samkaupa, Verslunin Hlíðarkaup, Krónan, Melabúðin, Prís. 

Leiðbeiningar til neytenda 

Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni í versluninni þar sem hún var keypt.