Innköllun á negulnöglum

Negulnaglar

Mój Market ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vöruna Kamis Goździki negulnagla.

Ástæða innköllunar

Varnarefnið klórpýrifos (e. chlorpyriphos) greindist í vörunni yfir leyfilegum mörkum.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Kamis

Vöruheiti: Goździki

Strikanúmer: 5900084274098

Lotunúmer: 0002787537.

Geymsluþol: Best fyrir dags. 08.02.2028.

Nettómagn: 8 g

Framleiðandi: McCormik Polska S.A

Framleiðsluland: Pólland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Mój Market ehf., Álfabakka 14A, 109 Reykjavík

Dreifing

Eingöngu selt í verslun Mój Market, Álfabakka 14.

Leiðbeiningar til neytenda

Viðskiptavinum er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga henni eða skila í verslun þar sem hún var keypt.