Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Mild Chunky Salsa sósu frá Old Fashioned Cheese (OFC).
Ástæða innköllunar
Aðskotahlutur (glerbrot) fannst í einni krukku.
Hver er hættan?
Glerbrot í matvælum geta valdið neytendum skaða.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Old Fashioned Cheese (OFC)
Vöruheiti: Mild Chunky Salsa
Geymsluþol: Best fyrir 16-02-2025 ( EXP 16 FEB 2025 )
Lotunúmer: MCSP 24-047 001
Strikamerki: 048707444215
Nettómagn: 425 g
Framleiðandi: Old Fashioned Foods, Inc.
Framleiðsluland: Bandaríkin
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
Dreifing
Verslanir Hagkaupa og Bónuss um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.