Innköllun á Mexíkóskri kjúklingasúpu frá Krónunni

Mexíkósk kjúklingasúpa

Icelandic Food Company ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Mexíkóska kjúklingasúpu, vörumerki Krónan.

Ástæða innköllunar

Aðskotahlutur (pappír) fannst í einni sölueiningu.

Hver er hættan?

Aðskotahluturinn gerir matvælin óhæf til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Krónan                    

Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa

Geymsluþol: Best fyrir 17.09.2025

Nettómagn: 1 l

Framleiðandi: Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.

Dreifing

Verslanir Krónunnar um land allt.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.