
Myllan, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Heimilisbrauð (heilt).
Ástæða innköllunar
Aðskotahlutur (mögulega brot úr peru) fannst við hefðbundið gæðaeftirlit.
Hver er hættan?
Aðskotahlutir í matvælum geta valdið neytendum skaða.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Myllan
Vöruheiti: Heimilisbrauð
Geymsluþol: Best fyrir 27.01.2025
Strikamerki: 5690568010235
Nettómagn: 770 g
Framleiðandi: Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.
Dreifing
Verslanir um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt eða hjá Myllunni.
Nánari upplýsingar um innköllun
Gæðadeild Myllunnar í síma 510 2300 eða í gegnum netfangið gaedastjori[hja]myllan.is.