Innköllun á Chochos/altramuces frá Nativo

Chuchos altramuces frá Nativo

Blóm í eggi - heilsuvörur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafa stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Chochos / altramuces (lúpína) frá Nativo. 

Ástæða innköllunar

Umbúðir eru vanmerktar með tilliti til notkunarleiðbeininga.

Hver er hættan?

Lúpína inniheldur af náttúrunnar hendi alkalóíða sem geta valdið eitrunareinkennum ef hún er ekki matreidd á réttan hátt. Nauðsynlegt er því að umbúðir séu merktar með skýrum notkunarleiðbeiningum.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Nativo

Vöruheiti: Chochos / altramuces

Strikamerki: 8426967070245

Lotunúmer: M0624

Nettómagn: 500 gr.

Framleiðsluland: Perú

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Blóm í eggi - heilsuvörur, Laugavegi 178, 105 Reykjavík.

Dreifing

Eingöngu selt í verslun og í vefverslun Blóms í eggi - heilsuvara.

Leiðbeiningar til neytenda

Viðskiptavinum er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga henni.  Einnig er hægt að skila henni í verslun Blóms í eggi – heilsuvara.