Innköllun á baunasúpugrunni

Heilbrigðiseftirlit

Baunasúpugrunnur

Katla matvælaiðja ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum baunasúpugrunn.

Ástæða innköllunar

Rof á hitastýringu í dreifikerfi.

Hver er hættan?

Kælivara sem ekki er geymd við stöðugt kælihitastig (0 til 4°C) getur verið óörugg til neyslu vegna þess að örverur, þar á meðal sjúkdómsvaldandi örverur, geta fjölgað sér hratt við hitastig yfir 4°C.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Katla

Vöruheiti: Baunasúpugrunnur

Geymsluþol: Best fyrir dagsetningar 12.05.2025, 13.05.2025 og 14.05.2025

Strikamerki: 5690591156801

Nettómagn: 1 L

Framleiðandi: Katla matvælaiðja ehf.

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Katla matvælaiðja ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík

Dreifing

Bónus, Krónan og Hagkaup

Leiðbeiningar til neytenda

Viðskiptavinir sem hafa verslað vöruna er bent að neyta ekki vörunnar heldur farga henni eða skila í næstu verslun þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar um innköllun

Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra Kötlu í netfanginu rekstur@katla.is