Innköllun á Ashwagandha

Grunur er um að varan innihaldi jarðhnetur, sem koma ekki fram á lista yfir innihaldsefni.
krukka með fæðubótarefni

Heilsa ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Ashwagandha.

Ástæða innköllunar

Grunur er um að varan innihaldi jarðhnetur, sem koma ekki fram á lista yfir innihaldsefni.

Hver er hættan?

Matvælin geta valdið viðbrögðum hjá þeim sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir jarðhnetum.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki:                      Guli miðinn

Vöruheiti:                         Ashwagandha

Geymsluþol:                  Best fyrir dagsetningar 01/2028, 12/2027, 06/2027 og 10/2027.

Lotunúmer:                     Lotur 25/3/54, 24/46/8, 24/16/16 og 24/39/6.

Framleiðandi:                Lifeplan

Framleiðsluland:         Bretland

Innflytjandi:                    Heilsa ehf.

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík

Dreifing

Varan var seld í eftirfarandi verslunum: Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver, Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfsalinn, Apótek Vesturlands, Melabúðin, Urðarapótek, Apótek NOR, Borgar apótek, Reykjanesapótek, Apótek Garðabæjar, Austurbæjarapótek, Heilsuhúsið Kringlan, Siglufjarðarapótek, Þín verslun Kassinn og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendum sem hafa keypt Aswhagandha frá Gula miðanum með framangreindum lotunúmerum eru beiðnir um að neyta hennar ekki ef um er að ræða hnetuofnæmi og geta þeir skilað vörunni þar sem hún var keypt eða snúið sér beint að Heilsu ehf. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 533-3232 eða í gegnum netfangið heilsa@heilsa.is