Iceland Airwaves - tónlistarveislan hefst á morgun

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves 2025

Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst á morgun, 6. nóvember, og stendur yfir til og með 8. nóvember. Þessi þriggja daga tónlistarveisla er einn af hápunktum ársins í Reykjavík.

Upphaf hátíðarinnar má rekja til ársins 1999 þegar haldnir voru tónleikar í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og víðar í borginni. Hátíðin var hugsuð sem stuðningur við unga tónlistarmenn og til að vekja athygli á Íslandi og íslenskri tónlist.

Í dag er Iceland Airwaves er ein af varanlegum borgarhátíðum Reykjavíkur. Tónlistarhátíðin hefur verið burðarás í tónlistarlífi borgarinnar, hefur stuðlað að eflingu íslenskrar tónlistar út fyrir landsteinana og skapað einstakt andrúmsloft sem laðar gesti viðsvegar að úr heiminum. 

Miðborgin iðar af lífi og tónlist

Hluti af stemningunni sem tónleikagestir eru að sækjast eftir er að geta hlaupið á milli staða, reyna að sjá og heyra eins mikið og kostur er á meðan á hátíðinni stendur. Miðborgin iðar af lífi og tónlistin ómar alls staðar allt frá litlum plötubúðum og listasöfnum, til flottra bara og virðulegra kirkna, til næturklúbba og stórra tónleikastaða.

Á hátíðinni í ár troða100 bönd upp og tónleikastaðirnir fjölmargir og ólíkir, m.a. Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, Nasa, Lemmy, Bird, Kolaportið og Fríkirkjan.

Að auki verða tvennir tónleikar í Eldborg í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Um er að ræða tónleika sem er samstarfsviðburður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Mugisons en þeir seinni í samstarfi við hljómsveitina múm.

Það verður af nógu að taka og alla dagskrána má nálgast á vefsíðu Iceland Airwaves.