Hver á skilið að fá aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2025, ert þú með hugmynd?
Tilnefningar til aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2025 óskast.
Gott aðgengi í víðum skilningi þess hugtaks er mikilvægt mannréttindamál og undirstaða þess að fólk með fjölbreyttar aðgengisþarfir geti tekið þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli.
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingum, hópum, félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi með fjölbreyttum hætti, eða hvatt til og stuðlað að bættu aðgengi að byggingum, borgarlandi, upplýsingum og þjónustu.
Sendu tilnefningu ásamt rökstuðningi á netfangið adgengi@reykjavik.is
Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 30. apríl 2025.