Hækkun á styrk fíns svifryks í borginni

Svifryk

Styrkur fíns svifryks (PM1) er hefur verið hækkaður á nokkrum mælistöðvum í borginni yfir helgina og í dag.

Sennilega er hér um að ræða mengun frá skógareldum í Kanada en skv. Kanadísku veðurstofunni hefur mengunarský frá þeim hefur dreifst um Kanada, Bandaríkin og til Evrópu.

Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum gætu fundið fyrir óþægindum af þessum sökum. Verði vart við óþægindi skal takmarka útivist eins og unnt er. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgaedi.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. 

Loftgæðavefur Umhverfisstofnunar metur loftgæði með eftirfarandi litakóða: 

Litakóði

Skýring:

Mjög góð = Lítil sem engin loftmengun. Líklega engin heilsufarsleg áhrif.

Góð = Lítilsháttar loftmengun. Lítil sem engin heilsufarsleg áhrif.

Sæmileg = Nokkur loftmengun. Mjög viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum vegna aukins styrks loftmengunarefna í andrúmslofti.