Gleðilega hátíð!

Gleðilegan þjóðhátíðardag, 17. júní 2025. Glæsileg dagskrá verður í borginni í tilefni hátíðahaldanna. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.
Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli kl. 11:10 en henni var sjónvarpað og útvarpað á RÚV.

Athöfnin verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Forsætisráðherra lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan slutti ávarp.

Fjallkonan í ár er Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Hún flutti ávarp eftir Þórdísi Helgadóttur rithöfund og ljóðskáld.

Að lokinni athöfn fór skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallagarð þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, ásamt nýstúdentunum þeim Hermanni Guðmundssyni stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Iðunni Gunnsteinsdóttur stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík sem lögðu blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans.

Skrúðganga
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan 13.00. Mikið verður um dýrðir í göngunni í ár og gengið verður frá Hallgrímskirkju að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði.
Í skrúðgöngunni slást leynigestir með í hópinn þeirra á meðal eru allir landvættir Íslands. Lúðrasveitin Svanur leikur undir sér um að slá taktinn.
Öllum er velkomið að taka þátt.
Líf og fjör í Hljómskálagarði og Klambratúni
Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Listhópar Hins Hússins verða með ýmsar uppákomur á víð og dreif um garðinn. Hljómskálagarðurinn verður stútfullur af allskyns skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur á alla dagskrárliði og í tæki.
Við fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga á Klambratúni með léttri og skemmtilegri stemningu fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00.
Harmonikufjör í Ráðhúsinu
Harmonikufélag Reykjavíkur mun halda harmonikutónleika og harmonikuball í Ráðhúsinu. Ókeypis verður inn og nóg af sætum fyrir áheyrendur og gólfplássi fyrir dansara. Dagskráin hefst klukkan 15:00 lýkur klukkan 16:00. Þetta verður fjör.
Árbæjarsafn
Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Árbæjarsafni með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmonikkuleikur, veitingasala og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Ókeypis aðgangur fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi, öryrkja, börn og menningarkortshafa.
Af nógu er að taka og hægt er að skoða dagskrána og kort yfir götulokanir vegna hátíðahaldanna á www.17juni.is
Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum.
Öll velkomin!
Gleðilega hátíð!