Food&Fun hátíðin - Borða, drekka, njóta

Food&fun hátíðin í Reykjavík
Food&fun hátíðin í Reykjavík

Mat­ar­hátíðin Food & Fun hófst í gær 12. mars og stendur til 16. mars næst­kom­andi. Hátíðin er sannkölluð sælkeraveisla þar sem framandi og spennandi réttir eru í boði.

Hátíðin er nú hald­in í 23. sinn og hef­ur fyr­ir löngu fest sig í sessi sem einn girni­leg­asti viðburður­inn í menn­ing­ar­lífi borg­ar­inn­ar. 

Að þessu sinni taka sautján erlendir gestakokkar þátt í hátíðinni, þar af eru fimm konur, og koma þau til með að matreiða á sautján veitingastöðum í Reykjavík. Á meðal gestakokka eru tveir Michelin-stjörnu kokkur frá Noregi, Michelin-stjörnu kokkur frá Mexíkó og þjálfari finnska kokkalandsliðsins sem fékk gull á Ólympíuleikunum í matreiðslu 2024.

Þetta eru reynslumiklir kokkar. sem reiða fram dýrindis veislu úr íslensku hráefni  sem kemur til með að kitla bragðlaukana. Hver veitingastaður býður upp á einstaka matarupplifun. 

Boðið er upp á  sérstaka matseðla sem eru í boði á meðan hátíðin stendur yfir þar sem gestum býðst að gæða sér á einstökum réttum sem eru útbúnir sérstaklega fyrir hátíðina.

Auk matarupplifunar inniheldur hátíðin oft matreiðsluvinnustofur, smakkfundi og netviðburði.

Nú er bara að borða, drekka og njóta.

Kynnið ykkur dagskrána: