Enn frekari stafræn þróun í umsóknarferli byggingarleyfa
Í desember 2022 tók Reykjavíkurborg í notkun umsóknarviðmót fyrir byggingarleyfi sem þróað var af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Markmiðið var að einfalda ferlið og bæta bæði upplifun notenda og skilvirkni í vinnslu umsókna sem hefur tekist vel. Nú er komið að næsta skrefi í þróuninni. Frá og með 29. september verða allar staðfestingar í ferlinu gerðar með rafrænum skilríkjum.
Þetta þýðir að skráning ábyrgðaraðila mun fara beint fram í umsóknarferlinu hjá HMS.
Í dag, föstudaginn 26. september mun umsóknarferlið loka tímabundið vegna vinnu við að færa gögn yfir í nýja viðmótið. Umsóknarkerfið opnast aftur á mánudaginn 29. september kl. 12 þegar þeirri vinnu lýkur.
Skrifstofa skipulags- og byggingarmála hjá Reykjavíkurborg fagnar þessum framförum. Breytingin mun auka enn frekar skilvirkni í afgreiðslu byggingarleyfa og veita hönnuðum, framkvæmdaraðilum og öðrum notendum skýrari yfirsýn yfir stöðu mála, allt frá umsókn til útgáfu leyfis.