Endurbætur á hólmanum í Tjörninni halda áfram

Í þessum áfanga sem nú er framundan verður lokið við endurgerð á grjóthleðslu og þökulögn. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar framkvæmdir voru að hefjast í desember.
mynd af hólmanum í tjörninni.

Endurbætur í hólmanum í Tjörninni halda áfram í vikunni en markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni. Í fyrri áfanga var lokið við jarðvegsskipti og gert klárt fyrir nýtt úthagagras. Í þessum áfanga sem nú er framundan verður lokið við endurgerð á grjóthleðslu og þökulögn.

Verktakinn, sem er Sólgarður slf, mun flytja vélar og efni á pramma frá Köfunarþjónustunni út í hólmann. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist um miðja vikuna og stefnt er að því að þær klárist í mánuðinum.

Áður hefur verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn með góðum árangri þar sem kríuvarp hefur eflst merkjanlega. Með aðgerðunum fylgir Reykjavíkurborg eftir ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafa lífríki Tjarnarinnar um árabil.