Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst í Hólvallagarði

Tvær ungar stúlkur þær Lína Björk Jansdóttir Dobrowolska og Auður María Elídóttir báru blómsveig að leiði Bríetar.

Það var falleg minningarstund í Hólavallagarði í gær þegar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu var minnst. Í ár eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Athöfnin hófst á því að tvær ungar stúlkur þær Lína Björk Jansdóttir Dobrowolska og Auður María Elídóttir báru blómsveig að leiði Bríetar.
 
Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, tekur við blómsveignum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjónar tekur við blómsveignum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, tók við blómsveignum og lagði á leiði Bríetar. Hún flutti svo stutt ávarp í tilefni dagsins.
Rebekka Blöndal og Andrés Þór Gunnlaugsson um tónlist í athöfninni.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar,flutti ávarp við athöfnina.
Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Markmið félagsins var að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn.Bríet Bjarnhéðinsdóttur, stofnaði Kvenréttindafélag Íslands og átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni.
Heiða B. Hilmisdóttir, borgarstjóri, Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs og Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs stilltu sér upp við leiði kvenréttindakonunnar Bríetar að lokinni athöfn.
Heiða B. Hilmisdóttir, borgarstjóri, Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs og Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs stilltu sér upp við leiði kvenréttindakonunnar Bríetar að lokinni athöfn.

Viðburðir um alla borg

Til að minnast þessara merku tímamóta í Íslandssögunni var boðið upp á skemmtilega viðburði um alla borg. Það er mikilvægt að minnast þessara merku tímamóta í Íslandssögunni.

Kvenréttindafélag Íslands vauð í fyrirpartý og útgáfuhóf. í tilefni dagsins. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní.

Kvennaár bauð konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarðinum í gærkvöldi. Tónleikarnir hófust klukkan 19:00 og fram komu Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín.

Borgarsögusafn bauð upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Stoppað var á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík, því án framlags kvenna væri margt öðruvísi í henni Reykjavík. Í Hólavallagarði var boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingarmynd kvenna í kirkjugarði í tilefni að baráttudegi kvenna.