Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst í Hólvallagarði
Það var falleg minningarstund í Hólavallagarði í gær þegar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu var minnst. Í ár eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.
Viðburðir um alla borg
Kvenréttindafélag Íslands vauð í fyrirpartý og útgáfuhóf. í tilefni dagsins. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní.
Kvennaár bauð konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarðinum í gærkvöldi. Tónleikarnir hófust klukkan 19:00 og fram komu Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín.
Borgarsögusafn bauð upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Stoppað var á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík, því án framlags kvenna væri margt öðruvísi í henni Reykjavík. Í Hólavallagarði var boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingarmynd kvenna í kirkjugarði í tilefni að baráttudegi kvenna.