Borgarstjóri skyggndist í hugmyndakassa Vesturbæjarskóla

Borgarstjóri heimsótti réttindaráð Vesturbæjarskóla.

Réttindaráð Vesturbæjarskóla kynnti Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir vinnu ráðsins í morgun og fór yfir hugmyndir sem ráðinu höfðu borist. Þau segja mikilvægt að börn fái rödd í skólastarfinu og að réttindum þeirra sé lyft upp.

Þjálfun í gagnrýnni hugsun og virkni í samfélagsþátttöku

Vesturbæjarskóli hefur verið Réttindaskóli Unicef frá 2018 en markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna. 

Allir nemendur geta skilað inn hugmyndum í hugmyndakassa sem staðsettur í á bókasafni skólans. Eftir að krakkarnir í réttindaráðinu höfðu útskýrt markmið og virkni réttindaskóla leyfðu þau borgarstjóra að skyggnast í kassann og lesa nokkrar tillögur sem höfðu borist.

Borgarstjóri heimsótti réttindaráð Vesturbæjarskóla.

Vel tekið í hugmynd um kakó á föstudögum

Heiða Björg var hrifnust af tillögunum sem hún las upp ekki síst þeim sem lögðu til að boðið yrði upp á kakó á föstudögum og að haldin yrði stærðfræðikeppni á milli bekkja. Hugmyndinni um stærðfræðikeppnina fylgdi að sigurbekkurinn fengi pizzuveislu í verðlaun.

Dæmi um skemmtilega hugmynd sem hefur verið hrint í framkvæmd er feluleikur þar sem kennarar leita að nemendum. Andlit barnanna ljómaði þegar þau sögðu frá leiknum og tóku kennararnir undir að þetta væri stór skemmtilegur dagur sem öll biðu eftir með eftirvæntingu.

Borgarstjóri heimsótti réttindaráð Vesturbæjarskóla.