Borgarstjóri sendir samúðarskeyti til Örebro
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent John Johansson, borgarstjóra í Örebro, samúðarskeyti vegna skotárásarinnar þar á þriðjudaginn.
Skeyti borgarstjórans í Reykjavík er svohljóðandi:
Kæri John Johansson.
Fyrir hönd allra Reykvíkinga sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna þeirra sem létust og særðust í hinni hræðilegu skotárás í Risbergska-skólanum í gær.
Við verðum að standa saman vörð um frjáls, réttlát og umburðarlynd lýðræðissamfélög þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum og gegn tilgangslausu hatri og ofbeldi eins og við urðum vitni að í Örebro í gær.
Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og vinum og hjá öllum í Örebro.
Einar Þorsteinsson
Borgarstjórinn í Reykjavík
Á sænsku:
Käri John Johansson.
Å hela Reykjaviks vägnar sänder vi våra djupaste kondoleanser till de som dog och skadades i den fruktansvärda skottlossningen på Risbergska skolan i Örebro igår.
Vi måste stå tillsammans för att försvara fria, rättvisa och toleranta demokratiska samhällen där alla kan trivas på sina egna villkor och mot meningslöst hat och våld som vi bevittnade igår.
Våra tankar går till de drabbade, deras familjer och vänner samt alla i Örebro.
Einar Þorsteinsson
borgmästaren i Reykjavík