Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Sydney

Róbert Reynisson
Ráðhúsið lýst rautt í forgrunni, í bakgrunni Miðborgin og Esjan. Skuggsýnt, desember.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur sent samúðarbréf til Clover Moore, borgarstjóra Sydney, vegna árásarinnar á Bondi strönd fyrr í vikunni, þar sem minnst fimmtán voru myrt og tugir særðust.

Í samúðarkveðjunni frá Reykvíkingum segir meðal annars að við stöndum sameinuð á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar sé hjá fórnarlömbum árásarinnar, ástvinum þeirra og öllum sem eigi um sárt að binda vegna þessa tilgangslausa ofbeldisverks.