
Fyrr í dag varð bilun í umferðarljósum á gatnamótum við Bæjarháls/Bitruháls, sem lýsir sér þannig að gula ljósið er óvirkt.
Það þýðir að það umferðarljósin skipta sér beint á milli rauða og græna ljóssins. Að öðru leyti eru umferðarljósin virk eins og venjulega.
Tæknifólk Reykjavíkurborgar er á staðnum og vinnur að viðgerð en ekki er vitað hvenær henni lýkur.