17. júní hátíðarhöld í Reykjavík

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá.
Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.
Morgundagskrá á Austurvelli
Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV.
Athöfnin verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytur ávarp en venju samkvæmt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans.
Skrúðganga
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan 13.00. Mikið verður um dýrðir í göngunni í ár og gengið verður frá Hallgrímskirkju að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði.
Í skrúðgöngunni slást leynigestir með í hópinn þeirra á meðal eru allir landvættir Íslands. Lúðrasveitin Svanur leikur undir sér um að slá taktinn.
Öllum er velkomið að taka þátt.
Líf og fjör í Hljómskálagarði
Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Listhópar Hins Hússins verða með ýmsar uppákomur á víð og dreif um garðinn. Hljómskálagarðurinn verður stútfullur af allskyns skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur á alla dagskrárliði og í tæki.
Dagskrá á sviði:
Systurnar Dóra Júlía og Helga Margrét eru skemmtanastjórar á stóra sviðinu.
13:50 Leikhópurinn Lotta
14:30 Dansskóli Birnu Björns
14:40 Lína Langsokkur
15:00 Gugusar
15:20 Dans World Class
15:30 Inspector Spacetime
16:10 Dans Brynju Péturs
16:30 Emmsjé Gauti
17:00 VÆB
13:00-17:00 Krúserklúbburinn verður með glæsilega bílasýningu á Skothúsvegi
14:00-17:00 Reykjavik HEMA Club munu setja upp tvo velli til að skylmast á og leika listir sínar
14:30 Dans Afríka Iceland verður með trommuslátt og dans í garðinum.
Víðsvegar um garðinn:
Hoppukastalar
Skátaþrautabraut
Klifurveggur
Matarvagnar
Hringleikur verður með sirkusatriði á vel völdum stöðum.
Dans Afrika Ísland dansar fyrir gesti.
Listhópar Hins Hússins verða með blöndu af menningarviðburðum í garðinum.
Götuleikhús Hins Hússins sýnir listir sínar í Hljómskálagarði.
Hátíð á Klambratúni
Við fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga á Klambratúni með léttri og skemmtilegri stemningu fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00.
Dagskrá:
13:00 Matarvagnar og leiktæki
13:00 Dj Fusion Groove
14:00 Lúðrasveit Verkalýðsins
14:45 Dans Brynju Péturs
16:00 Dans JSB
15:00 Þorri og Þura fyrir yngstu börnin
Harmonikufjör í Ráðhúsinu
Harmonikufélag Reykjavíkur mun halda harmonikutónleika og harmonikuball í Ráðhúsinu. Ókeypis verður inn og nóg af sætum fyrir áheyrendur og gólfplássi fyrir dansara. Dagskráin hefst klukkan 15:00 lýkur klukkan 16:00. Þetta verður fjör.
Árbæjarsafn
Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Árbæjarsafni með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmonikkuleikur, veitingasala og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Ókeypis aðgangur fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi, öryrkja, börn og menningarkortshafa.
Að vanda eru þjóðbúningurinn og þjóðdansar í öndvegi á þessum hátíðardegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi.
Fjallkonu Árbæjarsafns verður skautað í safnhúsinu Lækjargötu kl. 14 en eftir það hefst kennsla í þjóðdönsum undir leiðsögn Atla Freys Hjaltasonar í Þjóðdansafélaginu.
Nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbnum mæta með drossíur sínar sem verða til sýnis á víð og dreif um safnsvæðið.
Af nógu er að taka og hægt er að skoða dagskrána og kort yfir götulokanir vegna hátíðahaldanna á www.17juni.is
Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum.
Öll velkomin!
Gleðilega hátíð!