1. maí 2025 - götulokanir

Baráttufundur verkalýðsins á Ingólfstorgi 1. maí 2024
Kröfuganga verkalýðsins á 1. maí 2024

Á morgun á baráttudegi verkalýðsins verða hátíðahöld í miðborginni í tilefni dagsins. Götum verður lokað í tengslum við viðburði frá klukkan 12:00 til 15:30.

Að venju er kröfuganga verkalýðsins í forgrunni á 1. maí. Auk þess verða Sniglarnir með góðgerðarhópakstur og svo verður haldin fjölskylduskemmtun fyrir félagsmenn í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur á Klambratúni. 

Kort yfir lokanir vegna 1. maí 2025
Kort yfir lokanir vegna 1. maí 2025

Sniglarnir með hópakstur í góðgerðarskyni

Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir verða með hópakstur í góðgerðarskyni frá Grandagarði klukkan 12:00 sem endar við Háskólann í Reykjavík um klukkan 13:00. 

Búast má við töfum á umferð vegna hópakstursins og eru vegfarendur vinsamlegast beðnir um að sýna tillitssemi.

Viðburður á Facebook

Fjölskylduskemmtun Verslunarmannafélags Reykjavíkur 

Verslunarmannafélag Reykjavíkur verður með fjölskylduskemmtun á Klambratúni og hefst klukkan hátíðin klukkan11:30. Gengið verður með lúðrasveit í broddi fylkingar frá Klambratúni upp á Skólavörðuholt klukkan 13:00.

Viðburður á Facebook

Kröfuganga verkalýðsins

Fastur liður í hátíðahöldum 1. maí er kröfuganga verkalýðsins. Safnast verður saman á Skólavörðuholti klukkan 13:30  og verða götulokanir í kringum Hallgrímskirkju og meðfram gönguleiðinni frá klukkan 12:00. 

Gengið verður niður á Ingólfstorg þar sem fram fer dagskrá í tengslum við daginn. Aðalstræti verður lokað frá klukkan 10:00 til klukkan 15:30.

Aðgengi

Fyrirkomulagið með aðgengi fyrir hreyfihamlaða verður með þeim hætti að þeir bílar sem eru P-merktir hafa heimild til að fara í gegnum mannaða lokun við Frakkastíg/Bergþórugötu og þaðan inn á bílastæði við Tækniskólann og sömu leið út.

Einnig er gert  ráð fyrir sleppistæði við mannaða lokun við gatnamót Eiríksgötu/Njarðargötu.

Sjá nánar á meðfylgjandi korti