Vetrarþjónustan í dag

teikning af bíl að skafa

Vetrarþjónustan hefur gengið vel sem af er degi. Töluverð snjókoma varð í Reykjavík frá klukkan 05:00 í nótt og talsverð ófærð, sérstaklega í austurhluta borgarinnar. Kallað var út bæði í götur og stíga eins og hefðbundið er í þessum aðstæðum. Hafist var handa við að ryðja húsagötur í morgun og gengur það verkefni vel. Reiknað er með að fáfarnari göngu- og hjólaleiðir verði ruddar í fyrramálið. 

Vonast er til að allt kerfið verði í sparifötunum um hádegisbil á morgun, gamlársdag. Veðurspár næstu daga gera ráð fyrir norðlægum áttum með miklu frosti en hægum vindi. Mikil lausamjöll er á jörðu og má því gera ráð fyrir að ef hreyfir vind muni skafa í skafla sumstaðar. Vetrarþjónustuteymi borgarinnar hvetur fólk að fara varlega í umferðinni og að senda inn ábendingu á ábendingavef borgarinnar ef eitthvað hefur farið úrskeiðis í þjónustunni. Að lokum óskar teymið borgarbúum gleðilegs nýs árs.