Upplýsingar um vetrarþjónustu gatna í Reykjavík og umferðarljósin sem duttu út í rafmagnsleysi 25. janúar.
Öll tæki vetrarþjónustunnar eru úti á stofn- og tengibrautum en það fer eftir veðurspá hvenær farið verður í það að hreinsa húsagötur, í síðasta lagi í fyrramálið. Í augnablikinu (kl. 17) er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Húsagötur voru forsaltaðar í dag í Reykjavík en það snjóaði meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum.
Umferðarljósin fóru út vegna rafmagnsleysis í Reykjavík í dag, en eiga að detta inn í kjörfarið aftur núna. En þetta er viðkvæmur rafeindabúnaður og ef það gerist ekki þá er gert handvirkt. Farið varlega!
Veðurspá næsta sólarhring á höfuðborgarsvæðinu: Suðvestan 5-15 m/s og él. Hiti um eða undir frostmarki.
(Veðurspá gerð 25.01.2024 15:48)