Reykjavíkurborg auglýsir fjölmörg fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf í ár og er lágmarksaldur umsækjenda 17 ár.
Störfin eru margvísleg og snerta daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti. Leitað er meðal annars að sumarstarfsfólki til starfa í íbúðarkjarna, í siglingaklúbbinn Siglunes, í sundlaugar og heimastuðning, á Borgarsögusafn, í garðyrkjustörf, í götuleikhús Hins hússins, Grasagarðinn og í sorphirðu. Fjölbreytni í störfum er mikil hjá borginni og af nógu að taka.
Umsóknarfrestur í sumarstörf er til 3. mars næstkomandi en vakin er athygli á því að sum störf hafa lengri umsóknarfrest.