
Í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík er fjölbreytileikanum fagnað og var víða bryddað upp á ýmsu skemmtilegu hefðbundnu starf brotið upp þegar Alþjóðalegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks var haldin hátíðlegur.

Sameiginleg gleðiganga í Laugardal
Börn úr fjórum skólum og leikskólum í Laugardal, úr Hofi, Laugasól, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fóru saman í gleðigöngu en allir eru skólarnir regnbogavottaðir. Þátttakendur voru öll leikskólabörnin, 1. og 2. bekkur í Laugarnesskóla og 7. bekkur í Laugalækjarskóla alls um 500 nemendur. Hóparnir fóru frá skólalóðunum og mættust í Laugardalnum og gengu fylktu liði inn á íþróttasvæði Þróttar. Þar skemmtu Leikhópurinn Lotta og Sigga Ózk. Fjölmargir foreldrar bættust í hópinn og áttu öll góða stund.

Litahlaup og dúndrandi tónlist
Frístundaheimili Tjarnarinnar stóðu einnig fyrir skemmtilegu regnbogahlaupi á Ægisíðu og Klambratúni fyrir þau sem sækja frístundaheimilin. Í regnbogahlaupinu hlaupa krakkarnir ákveðna vegalengd undir dúndrandi tónlist á meðan starfsfólk frístundaheimilanna jós yfir þau litadufti sem var táknræn athöfn til að sýna stuðning við fjölbreytileikann í verki. Hlaupið var farið til að fagna öllu litrófi mannlegs fjölbreytileika og sýna að það er rými fyrir öll í starfi frístundaheimilanna. Á sama tíma er vakin athygli á því að öll sjö frístundaheimilin eru regnbogavottuð. Að hlaupi loknu var boðið upp ís, tónlist og sápukúlufjör fyrir börnin áður en allir halda aftur heim í hér.