Kynning á hverfisskipulagi Hlíða framlengt

Hverfisskipulag Skipulagsmál

Íbúafundur

Kynningartími lokatillagna hefur verið framlengdur um viku. Frestur til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum er því til og með 1. febrúar. Ábendingum og athugasemdum má koma á framfæri í Skipulagsgáttinni á vef Skipulagsstofnunnar.

Lokatillögur að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru í auglýsingu. Formlegur kynningartími tillagnanna er frá 16. nóvember 2023 og hefur nú verið framlengdur til 1. febrúar 2024. Á þeim tíma er hægt að gera athugasemdir við tillögurnar í Skipulagsgáttinni á vef Skipulagsstofnunar.

Bent er á að allar athugasemdir eru opinber gögn sem lögum samkvæmt skal birta, ásamt svörum skipulagsfulltrúa, þegar tillögurnar eru sendar Skipulagsstofnun til gildistöku.

Ath. athugasemdafrestur var lengdur til 1. febrúar. 

Leiðsögn um sýningu

Áhugasömum er boðið á leiðsögn um sýningu á tillögum að nýju hverfisskipulagi í Hlíðum miðvikudaginn 10. janúar milli kl. 16 og 17 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Kaffi á könnunni. Öll velkomin.

Erindi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.


Erindi Kolbrúnar Jarlsdóttur.


Erindi Ævars Harðarsonar.


Erindi Sigríðar Magnúsdóttur.


Spurningar úr sal.