Reykjavík Dance Festival, stærsta sviðslistahátíð landsins, hefst á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember.
Á þessari fimm daga hátíð mun brakandi ferskt listafólk, þjóðargersemar og alþjóðlegar stórstjörnur taka yfir svið og almannarými Reykjavíkur. Hvort sem þið elskið dans- og sviðslistir út af lífinu eða eruð bara pínulítið forvitin þá verður eitthvað í boði fyrir öll.
Vakin er sérstök athygli á Baby Rave-inu margfræga sem haldið verður í Tjarnarsalnum í Ráðhúsinu á laugardaginn, 16. nóvember kl. 11. Einstakt tækifæri fyrir fjölskyldur til að skapa minningar með því að “reifa” saman við danstónlist frá ýmsum heimshornum með DJ Ívari Pétri. Viðburðurinn hentar börnum og fullorðnum á öllum aldri og hvetjum við fjölskyldur til þess að koma með allan systkinahópinn í party!
Nánari upplýsingar og hátíðardagskrá.