Breyting á gjaldskrám 1. janúar 2025

Ráðhús Reykjavíkur

Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár þjónustugjalda hjá Reykjavíkurborg, hækki um að jafnaði 3,5%

Gjaldskrár Reykjavíkurborgar tóku mið af forsendum fjárhagsáætlunar um hækkun verðlags árið 2024. Það er mat fjármála- og áhættustýringarsviðs að til þess að viðhalda kaupmætti gjaldskráa og kostnaðarhlutdeild íbúa sé nauðsynlegt að leiðrétta gjaldskrár fyrir áfallinni verðbólgu eða sem nemur að lágmarki 3,5% stigum. 

Reykjavíkurborg hefur um árabil tryggt fjölskyldum í borginni og barnafólki hagstæðar gjaldskrár fyrir þjónustu sína og verið í fararbroddi meðal sveitarfélaga hvað það varðar. Það er stefna borgarinnar að vera áfram hagstæðasta borg fyrir fjölskyldufólk til að búa í með hliðsjón af gjaldskrám. 

Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár þjónustugjalda, hækki um að jafnaði 3,5%. Í því felst að verðlagshækkun vegna samanlagðra gjaldskrártekna á hverju sviði nemi að jafnaði um 3,5%, þótt hver og einn gjaldskrárliður hækki eftir atvikum meira eða minna. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár á umhverfis- og skipulagssviði endurspegli raunkostnað eins og verið hefur.

Gjaldskrá frá og með 1. janúar 2025