Blómsveigur lagður að leiði Bríetar- öll velkomin

Mannlíf Menning og listir

Leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins í dag, miðvikudaginn 19. júní.  Athöfnin hefst klukkan 11.00 með tónlistarflutningi í Hólavallakirkjugarði.

Dagskrá:

11.00 - Tónlist - Þórdís Petra Ólafsdóttir.
11.05 - Álfrún Hanna Gissurardóttir og Lóa Björk Gissurardóttir afhenda Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar, kransinn og hún leggur hann á leiðið.
11.10 - Ávarp forseta borgarstjórnar.
11.20 - Tónlist - Þórdís Petra Ólafsdóttir.
11.30 - Dagskrá lokið.

kort sem sýnir staðsetningu leiðis Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði

Leiði Bríetar er merkt með rauðu á kortinu af Hólavallakirkjugarði.