Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur - óskað eftir óbirtum handritum
Óskað er eftir óbirtu handriti að barna- eða unglingabók, frumsömdu á íslensku, vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur.
Afhending verðlaunanna fer fram á eða í kringum afmælisdag Guðrúnar Helgadóttur, þann 7. september. Upphæð verðlaunanna er ein milljón króna.
Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila í þríriti merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi.
Handrit skulu berast til:
Bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík
Tekið er við handritum til og með 1. apríl 2024.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands.