Þau sem ætla að vera í borginni í vetrarfríinu geta haft nóg fyrir stafni því menningarstofnanir borgarinnar út um alla borg eru með skipulagða dagskrá.
Vetrarfrísdagskrá menningarstofnana borgarinnar er stútfull og fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum þessa vetrarfrísdaga, 23.- 26. febrúar.
Borgarbókasöfnin út um alla borg eru með viðburði fyrir ýmsan allan aldur og má til dæmis nefna trúðslæti með Silly Suzy, sögustund eða bingó. Þá er Borgarsögusafnið með sitt hvað spennandi eins og sýningar og þrautaleiki fyrir alla fjölskylduna. Listasafn Reykjavíkur býður líka upp á ýmis námskeið, smiðjur og sýningar.
Líf og fjör verður í frístundamiðstöðvum borgarinnar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem vilji sé til að grilla sykurpúða, föndra, fara í ratleik og sund eða ýmislegt annað sem er í boði.