Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og er hluti af stærra verkefni um að efla og auka samfélagsþátttöku Rómafólks í Búlgaríu.
Fóru yfir aðferðir til málörvunar
Sex manna hópur kennara og stjórnenda hélt til Montana og stóð að tveggja daga námskeiði fyrir starfsfólk leikskóla og stjórnendur og starfsfólk í frístundastarfi. Fyrri daginn var starf Bakkaborgar kynnt og farið yfir hvernig tekið er á móti nýjum fjölskyldum með fjölmenningarlegan bakgrunn. Seinni daginn var farið yfir viðurkenndar aðferðir í málörvun og sérkennslu.
Að námskeiðinu loknu var íslenska hópnum boðið að skoða nýjasta leikskóla Montana. Evrópusambandið styrkti byggingu skólans sem er í miðju Rómahverfi til að auka skólasókn barna sem búa þar. Skólinn er hinn glæsilegasti með flottu útileiksvæði, snyrtilegur í alla staði og ríkulega skreyttur innandyra. Þar er hádegismaturinn er þrírétta, hvíldarherbergi hverrar deildar er stórt með uppábúnum rúmum fyrir hvert barn og greinilegt að þar fer fram metnaðarfullt starf. Leikskólastarfi í Búlgaríu er settur stífur rammi í landslögum um hvað eigi að læra og eru áherslurnar að mörgu leyti ólíkar því sem þekkjast hér á landi.