Óskað er eftir tilnefningum til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024. Verðlaunað er fyrir frumsamda barnabók á íslensku, þýðingu á barnabók og myndlýsingu í barnabók.
Markmið verðlaunanna er að hvetja höfunda, myndhöfunda og þýðendur og vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskri barnabókaútgáfu. Tilkynnt verður um fimm tilnefningar í hverjum flokki mánuði fyrir afhendingu verðlauna.
Útgefendum er frjálst að tilnefna til allra þriggja flokka.
Skila þarf þremur eintökum af hverri tilnefndri bók í þjónustuborð Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14 í síðasta lagi 29. Desember 2023.
Áritun:
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.
V. Barnabókaverðlauna Rvíkurborgar 2024