Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efnir til hvatningarverðlauna fyrir verkefni sem unnin eru í frístundastarfi borgarinnar þar sem allir geta tilnefnt. Markmiðið er að vekja athygli á því gróskumikla frístundastarfi sem fram fer á vegum Reykjavíkurborgar.
Á frístundastarfið þitt skilið hrós? Eða veistu um verkefni sem á skilið að fá hrós og hvatningu?
Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning á vel unnu verki í þágu barna og foreldra og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.
Öll geta tilnefnt til hvatningarverðlaunanna
Foreldrar, aðrir ættingjar, börn, starfsmenn, leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, samtök og stofnanir. Tilnefna má nýbreytni- og þróunarverkefni um hvaðeina í skóla- og frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar, verkefni hópa eða einstaklinga er átt hafa frumkvæði.