Opnar brátt fyrir umsóknir í nýjan ungbarnaleikskóla

Skóli og frístund

Ungbarnaleikskólinn Hallgerðargötu

Nýr ungbarnaleikskóli við Hallgerðargötu á Kirkjusandi opnar í haust þar sem verða leikskólapláss fyrir allt að 60 börn á aldrinum 12–36 mánaða.

Leikskólinn verður samrekinn með ungbarnaleikskólanum í Bríetartúni og mun Anna Ben Blöndal leikskólastjóri stýra báðum skólunum. Opnað verður fyrir umsóknir í leikskólann frá og með miðvikudeginum 26. apríl næstkomandi og í framhaldinu verður byrjað að bjóða börnum pláss. Áætlað er að fyrsti barnahópurinn hefji vistun í haust þegar húsnæði leikskólans er tilbúið og búið er að ráða inn tilskilin fjölda starfsmanna.