Líf og fjör í miðborginni

Menning og listir

Margrét Erla Maack með sumartíma Kramhússins í garði Einars Jónssonar
Margrét Erla Maack með sumartíma Kramhússins í garði Einars Jónssonar

Það verður margt um að vera í miðborginni um helgina má þar nefna Druslugönguna, dans, götubitahátíð og hoppukastala.

Á morgun föstudaginn 21. júlí hefjast sumartímar Kramhússins og Sumarborgarinnar þar sem boðið verður upp á  dans, leikfimi og fjör vítt og breitt um miðborgina og er frír aðgangur. Hádegishristingur með Siggu Ásgeirs fer fram í Styttugarði Einars Jónssonar á morgun og hefst fjörið klukkan 12.10.

Næstu tímar eru:

24. júlí kl. 14:00 ContaKids með Önnu Heru, skemmtilegur hnoðtími fyrir börn og fullorðna saman í Styttugarði Einars Jónssonar

26. júlí kl. 14:00 Barnadiskó með Margréti Maack og Ragnheiði Nínu á Klambratúni.

Dagskrá á Facebook

Druslugangan 2023

Druslugangan fer fram laugardaginn 22. júlí 2023. Tilgangur göngunnar er að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og mótmæla kerfislægu misrétti. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14:00, niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhöldum og lifandi tónlistarflutningi.

Sjá dagskrá á Facebook

Götubitahátíð 2023

Götubitahátíðin í Hljómskálagarði

Stærsti matarviðburður á Íslandi, "Götubitahátíð 2023" verður haldin í Hljómskálagarðinum 22 - 23 júlí í samstarfi við Reykjavíkurborg, Vodafone, Coke og Víking. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og hefur ávallt verið góð stemning.

Samhliða hátíðinni er haldin keppnin um "Besti Götubiti Íslands" í samstarfi við European Street Food Awards sem er jafnframt stærsta götubitakeppni í heiminum.

Það verða yfir 30 söluaðilar á svæðinu í matarvögnum og sölubásum og fjölbreyttur matur í boði. Þá verður einnig hægt að bregða á leik því að á svæðinu verða hoppukastlar, vatnaboltar, trampolín leiktæki og plötusnúðar.

 og frábær götubitahátíðar stemning

Enginn aðgangseyrir er rukkaður inn á viðburðinn!

Opnunartími er:

Lau: 12.00 - 20.00

Sun: 13.00 - 18.00

Dagskrá á Facebook