Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs

Atvinnumál Borgarhönnun

Uppbygging innviða - útlitsmynd af húsum

Athafnaborgin – kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs - verður haldinn á föstudag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn hefst kl. 9 og verður hann einnig í streymi.  

Áhugaverðar kynningar

Fjölmörg ný og áhugaverð verkefni hafa að undanförnu litið dagsins ljós, auk þess sem margar eftirtektarverðar hugmyndir eru í gerjun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, býður til fundarins og fer hann yfir stóru myndina og síðan verður farið meira á dýptina með aðstoð góðra gestafyrirlesara. 

Dagskrá frá kl. 9.00 

  • Athafnaborgin – uppbygging innviða og atvinnuhúsnæðis | Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri  

  • Kvikmyndaþorpið á Íslandi er að festa sig í sessi | Baltasar Kormákur um framtíðaruppbyggingu kvikmyndastarfsemi í Gufunesi. 

  • Samstaða í miðborginni | Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku og Jakob E. Jakobsson á Jómfrúnni segja frá nýju markaðsfélagi sem stofnað hefur verið á forsendum rekstraraðila. 

  • Gróska | Vera Antonsdóttir, framkvæmdastjóri Grósku segir frá áframhaldandi uppbyggingu hugmyndahússins í Vatnsmýri. 

  • FabLab Reykjavík | Þóra Óskarsdóttir segir frá starfi skapandi sköpunarsmiðju sem opin er almenningi 

  • Atvinnuþróun- og nýsköpun í Reykjavík | Óli Örn Eiríksson hjá Reykjavíkurborg segir frá innleiðingu atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar. 

  • HafnarHaus fyrir skapandi fólk | René Boonekamp segir frá hvernig gengur að byggja upp skapandi samfélag 

  • Flýtum fyrir framtíðinni | Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Transition Labs  segir hvernig þau eru að vinna með fyrirtækjum og frumkvöðlum alls staðar að úr heiminum til góðra verka í loftslagsmálum á Íslandi. 

  • Borgarhöfði við Krossamýrartorg – áfangastaður framtíðar | Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa, segir frá nýju kjarnasvæði þar sem áhersla er lögð á góða blöndun skrifstofustarfsemi, þjónustu, menningar og íbúða. 

  • Lokaorð | Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 

Fundarstjóri: Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg 

Kynningum verður streymt á vefsíðuna Athafnaborgin 2023 - uppbygging innviða og atvinnulífs