Sælkerabúðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Villisveppasúpu í 1 lítra glerkrukkum.
Ástæða innköllunar:
Ástæða innköllunar er að neytandi fann glerbrot í vörunni.
Hver er hættan?
Hætta er á aðskotahlut (glerbrot) í vörunni.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Sælkerabúðin
Vöruheiti: Villisveppasúpa
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 14.03.2024
Nettómagn: 1 L
Framleiðandi: Sælkerabúðin, Bitruháls 2, 110 Reykjavik.
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Sælkerabúðin Bitruhálsi 2 110 Reykjavík.
Dreifing:
Sælkerabúðin, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og skila henni í Sælkerabúðina við Bitruháls 2 gegn endurgreiðslu eða farga.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir Sælkerabúðin í síma 578-2255 eða í gegnum netfangið info[hja]saelkerabudin.is.