Danól ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Pastella Fresh Fettuccine Spinach pasta.
Ástæða innköllunar: Aðskotahlutir (smáar málmagnir) geta verið í vörunni.
Hver er hættan? Matvæli sem innihalda aðskotahluti geta verið óörugg og óhæf til neyslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Pastella
Vöruheiti: Fresh Fettuccine Spinach
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 15.05.2023 til 01.08.2023
Nettómagn: 250 g
Framleiðandi: Scandinavian Retail Food.
Framleiðsluland: Danmörk
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Danól ehf., Fosshálsi 25, 110 Reykjavík.
Dreifing: Bónus um land allt, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðin/Krambúðin Mývatni, Melabúðin.
Leiðbeiningar til neytenda: Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um innköllun: Danól í síma 595 8000 eða í gegnum netfangið danol[hja]danol.is.