Hjólatalning á stíg fyrir ofan Lambasel

Hjólaborgin

Hér má sjá staðsetningu færanlega hjólateljarans og sömuleiðis hvernig búnaðurinn lítur út.
Hjólastígur og hjólatalningabúnaður.

Verið var að setja upp færanlegan hjólateljara á hjólastíg sem liggur á milli Seljahverfis og Kópavogs en Reykjavíkurborg telur umferð hjólandi fólks á mörgum stöðum í borginni. Teljarinn, sem er staðsettur fyrir ofan Lambasel, verður í gangi að minnsta kosti út september.

Athygli hjólafólks er vakin á því að notaðar eru tvær gúmmíslöngur við talninguna. Slöngurnar liggja þvert yfir stíginn og þétt upp við hann og á því að vera hættulaust að hjóla yfir slöngurnar.

Áður hefur komið fyrir að vegfarendur hafi hreyft til talningaslöngur þannig að ekki hefur verið hægt að safna gögnum um ferðir hjólreiðafólks.